Færsluflokkur: Bloggar
13.3.2008 | 17:31
Eru dómarar landsins á lyfjum??
Ég skil þetta kurr í löggæslu landsins og hef ég mikla samúð með þessu frábæra fólki sem starfar við þetta starf.
Einn lemur lögreglumann til óbóta og fær 1 mánuð í fangelsi, og annar sem tekur lögreglumann HÁLSTAKI fær 6 mánuði.....hvað er að gerast í þessu réttarkerfi þessa lands?
Sjá frétt:
http://www.visir.is/article/20080313/FRETTIR01/80313096
Veit hreinlega ekki hvort ég á að gráta eða hlægja.
Held að það sé kominn tími til að dómarar þessa lands hætti að gera sig að athlægi fyrir framan alþjóð og fari að dansa í takt.
Kurr í lögreglumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 18:53
VAR flottur bíll
Greyið sá sem átti þennan bíl.
Sennilega átti hann ekki krónu í honum en þarna er hann rennandi blautur í tjörn Reykjavíkur, skuldandi allan bílinn og verður að taka strætó næstu árin...allavega vona ég það miðað við hvernig hann ekur svona folum.
Sem betur fer fór ekki verr, þessi einstaklingur hefði getað með þessum framúrakstri drepið eða stór slasað vegfarendur.
Þar sem ekki var stórslys af þínum verkum bílstjóri þá segi ég STÓRT SKAMM við þig og láttu þessa lexíu kenna þér hvernig á að haga sér í umferðinni.
kv,
Einsi Danski
Bíll í Reykjavíkurtjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2008 | 16:23
Þvílík heimska
Hvaða vitleysingar hafa verið að verki hjá danska sendiráðinu?
hér er bréfið í heild sinni:
http://www.visir.is/article/20080306/FRETTIR01/80306075
Hér segir orðrétt:
"Við skrifuðum "we will never forget" á danska sendiráðið á Íslandi í tilefni þess að eitt ár er liðið frá niðurrifi Ungdomshússins í Kaupmannahöfn. Hauskúpan hefur verið tákn Ungdómshússins og talan 69 einnig en hún var rituð á annan fánann. Við munum aldrei gleyma og við gefumst ekki upp."
Ok, hverjir eru "við"? , þessir aðilar eru greinilega ekki danskir þar sem þeir kunna ekki að skrifa á dönsku :-) og hvað þá síður eru þessir aðilar fyrrverandi íbúar í þessu húsi sem var rifið.
Mér er bara spurn: Hvað fær einhverja íslenska fávita til að gera svona lagað?
Það er greinilegt að þessi aðili eða aðilar eru ekki með IQ hærri en meðal skóstærð.
PS: Rosalega var ég glaður að sjá Ungdomshuset rifið, þetta var staðurinn sem var notaður í að plotta "hitting" meðal danskra autonom'a til að mótmæla öllu sem gerist í Danmörku, sérstaklega á móti löggunni, ríkisstjórninni dönsku, og öllu sem hægt var mótmæla bara til þess eins að vera með læti á götum úti og eyðileggja allt sem hægt er að eyðileggja.
Allavega fá þessir vesælingar enga samúð frá mér.
kv,
Einsi Danski
Tengdist niðurrifi Ungdomshuset | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2008 | 19:21
Hvað er málið með VG???
Hvernig í fjáranum stendur á því að allt eigi eftir að verða í himna lagi ef við leggjum boð og bönn við allt.. eins og VG vilja??
Fyrir það fyrsta þá á þetta eftir að verða miklu verra fyrir þessar blessuðu konur ef það á að banna nektardans, þetta færist neðanjarðar þar sem stjórnvöld geta engann veginn stjórnað þessum bransa, (ergo verra fyrir þessa "listadansara")
Af hverju ekki að leggja drög að lögum þar sem gerir stjórnvöldum kleift að stjórna þessu eins og best er á kosið.
Við búum ekki í Kína þar sem öll netsamskipti er ritskoðuð...þó það sé vilji SJS ;-)
Við búum ekki í fyrrum Sovjetríkjum þar sem tíðkaðist að fleira var bannað en það sem var leyfilegt.
PS: Stunda ekki súludansstaði, hef þarfara að gera við minn tíma :-)
Vilja banna nektarsýningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)